*

Hitt og þetta 27. september 2019

Finna ekki ástina

Wall Street Journal birtir gagnrýna umfjöllun um hina nýju stefnumótaþjónustu Facebook

Stefnumótaforrit á borð við Tinder, Tantan og Badoo hafa verið að sækja í sig veðrið síðustu misseri en fyrr á árinu kynnti Facebook að þau myndu opna sína eigin stefnumótaþjónstu.

Facebook er talið hafa bætt við sig þjónustunni full seint og er hún ekki talin vel heppnuð viðbót. Gagnrýnt er að ekki sé auðvelt að koma frá sér tilgangi sínum á síðunni heldur sé einungis hefðbundnum upplýsingum á borð kyn, hæð og menntun. Að því leitinu til sé viðbótin ekki einstök. Þetta kemur fram á vef Wall Street Journal.

Facebook reynir að hafa leitina handahófskennda og vil því koma í veg fyrir að notendur þess fái uppgefna vini sína. Það sé til þess að koma í veg fyrir vandræðalegar uppákomur.

Eins og Viðskiptablaðið hefur áður fjallað gaf Mark Zucherbeg, stofnandi Facebook, það út að síðan ætti að miða sérstaklega að þeim sem vilja finna framtíðarsambönd. Ekki virðist sú stefna síðunnar hafa gengið í gegn ef marka má umfjöllun Wall Street Journal en fyrirsögn greinarinnar er „Facebook’s New Dating App: We’re Not Feeling the Love ":

Um mitt ár 2019 voru virkir notendur á Facebook rúmlega 2,4 milljarðar í hverjum mánuði um allan heim.

Stikkorð: Mark  • Tinder  • stefnumótaþjónusta  • Facebook dating