*

Bílar 13. október 2014

Finnst sjúklega gaman að keyra hratt

Svanhildur Hólm heldur mikið upp á Peugeot og hefur fest kaup á nokkrum í gegnum tíðina.

Svanhildur Hólm er aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Hún er mikill áhugamaður um bíla og svarar hér nokkrum spurningum bílablaðsins.

Hver er uppáhaldsbíllinn sem þú hefur ekið?

„Uppáhaldsbíllinn minn er alltaf Peugeot. Ég keypti minn fyrsta Peugeot á Akureyri 1996, rétt áður en frumburðurinn minn kom í heiminn. Þá átti ég tveggja dyra Suzuki Swift sem þótti ekki sérlega hentugur fjölskyldubíll og- fann þennan fína Peugeot 405, ‘88 árgerð, dekurbíl sem hafði alla tíð verið í eigu gamals manns á Brekkunni. Hann átti ég í tæp sjö ár, en keypti í millitíðinni annan Peugeot, 2000 árgerð af 406, arftaka 405. Svo hef ég átt 206, bæði venjulegan og station og Peugeot 307. Núna eigum við 508, sem er fjölskyldubíllinn (bíllinn hans Loga, sem sagt) og svo 208 sem ég er alltaf á og finnst algjörlega meiri háttar bíll.“

„Við höfum líka átt einn Porsche og einn strumpa– strætó frá Dodge á þessu tímabili, en Peugeotinn hefur alltaf vinninginn. Fallegur, notendavænn, lipur, sparneytinn og mjúkur, bæði fjöðrunin og sætin. Var ég sem sagt búin að nefna að ég er mjög hrifin af Peugeot?“

Nánar er fjallað um málið í Bílablaðinu, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Peugeot  • Svanhildur Hólm