*

Veiði 15. júlí 2012

Fiskurinn hefur það of gott

Ástæða fyrir gæftaleysi við Hlíðarvatn er sögð mikið fæðuframboð í vatninu.

Það hefur borið á gæftaleysi við Hlíðarvatn í sumar og eru margar kenningar um ástæður fyrir því, að því er segir á heimasíðu Ármanna, og hafa veiðifélögin við vatnið beðið um fiskifræðilega rannsókn á vatninu. Sú rannsókn verður gerð af Veiðimálastofnun og hefst hún nú síðsumars eða í haust.

Ein ástæðan fyrir gæftaleysinu er sögð vera mikið fæðuframboð í vatninu og fiskurinn því ekki að skoða manngerðar flugur þegar hann getur lifað í vellystingum án mikillar fyrirhafnar.

Stikkorð: Hlíðarvatn