*

Sport & peningar 13. maí 2020

„Fjallið“ fær eigin sjónvarpsþætti

Game of Thrones leikarinn og kraftajötuninn Hafþór Július Björnsson fylgir heimsmeti eftir með raunveruleikaseríu.

Hafþór Júlíus Björnsson, sem á dögunum náði heimsmeti í réttstöðulyftu með því að lyfta 501 kílói, hyggst fylgja afrekinu eftir með raunveruleikaþáttum þar sem hann mun mæta íþróttamönnum í ýmis konar keppnum. Þættirnir sem framleiddir eru af Wheelhouse Entertainment og Spoke Studios munu heita Beat the Mountain, sem á íslensku mætti útleggja sem Sigraðu Fjallið.

Nafnið vísar augljóslega í hlutverk hans sem Ser Gregor „The Mountain“ Clegane, úr sjónvarpsþáttaröðinni Game of Thrones úr smiðju HBO eftir bókaflokknum A Song of Ice and Fire eftir George R.R. Martin.

Hafþór, líkt og persónan í þáttunum er með stærri mönnum, eða 205 cm og vegur hann nú 204 kíló. Í þáttunum munu íþróttamenn af ýmsu tagi mætast í keppnum sín á milli þar sem sigurvegarinn fær svo tækifæri til að mæta Hafþóri í einvígi.

Eric Wattenberg yfirmaður hjá Wheelhouse Entertainment sagði árangur Hafþórs í síðustu viku hafa orðið fréttaefni víða um heim og tryggt að milljónir hefðu tekið eftir árangri þessa „magnaða íþróttamanns“.

„Þó hann sé klárlega einstakur, þá sjáum við þennan þátt sem innblástur fyrir alla sem vilja víkka út mörk hins mögulega eða fagna með þeim sem það gera,“ hefur Hollywoodreporter eftir Wattenberg.

„Það er enginn vafi að Hafþór er byggður til að flytja fjöll, en hann er líka agaður hópíþróttamaður og exta ljúfur náungi. Við erum mjög spennt að vinna með honum að þessari nýju þáttaröð og sjá aðdáendahóp hans vaxa.“

View this post on Instagram

I have no words. What an amazing day, one I will remember for the rest of my life. I said I was coming for it and once I set my mind on something I’m a dog with a bone. Want to give a huge shoutout to my family, friends, coaches, fans, sponsors and haters, all of whom helped this lift be possible. If you want to show some extra support head over to my YouTube, hit subscribe and check out my latest video where you can see some behind the scenes! Thank you all for your support! Support a family business - hafthorbjornsson.com . @roguefitness @reignbodyfuel @revive_md @transparentlabs @sbdapparel @kindafitkindafat_apparel @freezesleeve @coresportsworld @worldsultimatestrongman @australianstrengthcoach @stanefferding @theverticaldiet @andrireyr @stefansolvi @runarhrodi @kelc33

A post shared by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson) on