*

Menning & listir 24. apríl 2014

Fjáröflunaruppboð í maí

Nýlistasafnið gæti neyðst til að endurhugsa starfsemi sína, að sögn nýs safnstjóra.

Þorgerður Ólafsdóttir, nýr safnstjóri Nýlistasafnsins, segir að í ljósi aðstæðna gæti safnið neyðst til þess að endurhugsa starfsemi sína. „Það eru einhverjar líkur á því að við þurfum að skipta starfseminni í tvennt, en þarf ekkert endilega að vera neikvætt. Þá gætum við verið með hefðbundið sýningarrými og rannsóknar- og vinnuaðstöðu sem getur líka nýst til að sýna safneignina,“ segir Þorgerður.

Hún bætir því við að vinna sé þegar hafin til að afla fjár fyrir annað húsnæði. „Við erum að skipuleggja fjáröflun sem fer fram 10. maí, líklegast í Iðnó, þar sem við verðum með uppboð á listaverkum eftir mjög breiðan hóp listamanna sem eru langflestir fulltrúari í Nýlistasafninu. Með upphæðinni sem safnast þar getum við vonandi átt innistæðu í að kaupa annað hús.“