
Í gær kynnti breski bílaframleiðandinn Land Rover nýjan Land Rover Sport, sem hægt er að stýra, á hægum hraða, með því að nota smáforrit fyrir snjallsíma. Með öðrum orðum verður hægt að fjarstýra jeppanum.
> Í frétt Ars Technica segir að til að geta notað forritið verður ökumaður að vera í minna en tíu metra fjarlægð frá bílnum og mun ekki geta keyrt bílinn hraðar en u.þ.b. sex kílómetra á klukkustund.
> Hugsunin er sú að auðvelda ökumönnum að koma bílnum út úr þröngum bílastæðum, eða að keyra yfir erfiðar torfærur. Með þessu móti geti ökumaðurinn sjálfur séð betur til.