*

Ferðalög & útivist 20. september 2013

Fjögur íslensk hótel á lista hjá The Telegraph

Það kemur kannski ekki á óvart að íslensk hótel skori hátt þegar tekinn er saman listi yfir hótel sem bjóða upp á norðurljósadýrð.

Á vefsíðu The Telegraph er listi yfir hótel sem þykja heppileg fyrir ferðamenn sem eltast við norðurljósin vinsælu. Hótelin á listanum eru fjölbreytt, allt frá litlum tjöldum úti á sléttum og upp í lúxushótel með öllum helstu þægindum. 

Fjögur íslensk hótel komast á listann en þau eru Hótel Rangá, ION hótel, The Northern Light Inn og Hótel Lækur.