*

Menning & listir 23. ágúst 2016

Fjölbreytni í Paradís

Gamalt verður nýtt hjá Bíó Paradís þar sem margra ára gamlar myndir hafa verið í sýningu í bíóhúsinu.

Eydís Eyland

Bíó Paradís hefur verið að sýna að undanförnu í auknu mæli svokallaðar nostalgíu myndir ef svo má að orði komast og hafa þeir viðburðir rokið upp í ásókn í bíóhúsið. 

"Við höfum alltaf verið að sýna gamlar og góðar nostalgíu myndir frá árinu 2010 frá því að bíóið opnaði. Það sem breyttist var að við höfum aukið við þessari nostalgíu sýningar. Í sumar sýndum við breidd af kvikmyndum sem höfða til sem flestra. Nostalgían í Rokcy Horror er dæmi um sérviðburð þar sem upplifun skiptir mestu máli, fólk kemur saman og upplifir myndina saman, jafn vel í búningum. Þetta er kallað "Event cinema" eða "Viðburðarbíó,"  segir Ása Baldursdóttir, dagskrástjóri Bíó Paradísar.

Ása segir að eftir að Bíó Paradís fór að sýna meiri breidd af myndum, þá hefur ásóknin í bíóið orðin mun meiri. "Við höfum verið að spyrja fólk á samfélagsmiðlum hvað það vill sjá og hafa farið fram vinsældarkosningar út frá því. Þetta er svo gaman því það gefur okkur hugmyndir hvað við getum verið að sýna. Við ætlum að halda þessu áfram." 

"Einnig eru Svartir Sunnudagar í Bíó Paradís eins og áður og byrja þeir aftur í svörtum september og er það sami hópur sem hefur verið með þá. Hugleikur Dagsson, Sjón og Sigurjón Kjartansson dagskrástýra költ klassík kvöldum sem skilning á listforminu kvikmynd. Það eru myndir sem eiga sér veiga mikinn stað í kvikmyndasögunni. Dæmi um Svarta Sunnudags myndir eru The Shining, The Fly, og Salo," segir Ása.

Næst á dagskrá er Clockwork Orange sem flestir ættu að þekkja. Sagan fjallar um Bretland í dystópískri framtíð þar sem tómhyggja og ofbeldishneigð einkennir ungar kynslóðir sem alast upp í sjúku samfélagi sem er allt í senn spegilmynd fortíðar, nútíðar og framtíðar. Myndin byggir á samnefndri skáldsögu Anthony Burgess og er leikstýrð af Stanley Kubrick. Myndin verður sýnd föstudaginn 26. ágúst næstkomandi.

Dagskrána má finna á Facebook síðu Bíó Paradísar undir viðburðir.

Stikkorð: Bíó  • Paradís