*

Menning & listir 17. ágúst 2016

Fjölbreytt dagskrá Menningarnætur

Margt verður í boði á Menningarnótt í miðborginni næstkomandi laugardag.

Eydís Eyland

Menningarnótt markar  upphaf menningarársins 2016-2017 í Reykjavík. Þá ljúka lista- og menningarstofnanir, hátíðir, listmenn, listhópar og fjölmargir aðrir upp dyrum sínum og bjóða upp á dagskrá sem endurspeglar starfsemi þeirra og það sem er framundan á árinu. 

Menningarnótt 2016 verður haldin á laugardaginn 20. ágúst í 21. skipti. Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson setur hátíðina í Grjótaþorpinu kl. 12.30.

Grandasvæðið er áherslusvæði Menningarnætur í ár en þar hefur menningar- og mannlíf blómstrað síðustu ár. Í boði verður fjöldi áhugaverðra og óvæntra viðburða.

Miðborgin ein allsherjar göngugata og verður því lokuð fyrir bílaumferð frá kl. 07.00 að morgni til 02.00 eftir miðnætti. Það er gert til þess að tryggja öryggi gangandi og akandi vegfaranda á þessum fjölsóttasta hátíðardegi ársins. Gestir Menningarnætur eru hvattir til að ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur til að komast á hátíðasvæðið og verður frítt í strætó.

Ítarlega dagsskrá er að finna á menninganott.is, þar er hægt að setja saman dagsskrá sem hentar hverjum og einum.

Stikkorð: Strætó  • Menningarnótt  • Grandagarður