
Um 20 þúsund gestir heimsóttu bílasýningu Bílgreinasambandsins ,,Allt á hjólum" í Fífunni um helgina. Mikið var af glæsilegum bílum í Fífunni og margar frumsýningar hjá bílaumboðunum. Meðal stjarna sýningarinnar voru Jaguar F-Type, Mercedes-Benz S-Class í Plug-in Hybrid útfærslu, glænýr Audi TT og Porsche Targa.
„Bílasýningin heppnaðist mjög vel og við erum afskaplega ánægð og stolt að geta boðið upp á svona glæsilega sýningu. Við lögðum mikinn metnað í sýninguna ásamt bílaumboðunum og fleirum tengdum bílgreininni.
Um 20 þúsund gestir komu í heimsókn sem er svipaður fjöldi og árið 2013 þegar síðasta sýning var. Það er mjög gott að fá liðlega 6% af þjóðinni á bílasýningu sem stendur yfir í tvo daga.
Það sýnir sig enn og aftur að það er mikill áhugi á bílum meðal þjóðarinnar. Það voru margir í kauphugleiðingum sem kemur svo sem ekkert á óvart þar sem bílafloti landsmanna er orðinn mjög gamall og kominn tími til að yngja upp," segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.
Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.
Mercedes-Benz S-Class Plug-in-hybrid.
Land Rover Discovery Sport
Audi A6
Bílabúð Benna sýndi úrval bíla frá Porsche.
Brimborg sýndi Ford Cobra.
Nýr veltibíll frá á sýningunni.
Pétur Jóhann var einn af 20 þúsund gestum sýningarinnar.
Volkswagen Caravelle.
Plug-in-hybrid útgáfa af Porsche Cayenne.