*

Bílar 13. apríl 2014

Fjölhæf V-lína frá Mercedes-Benz

Mercedes-Benz V-Class þykir einstaklega fjölhæfur bíll.

Mercedes-Benz V-Class er nýr bíll úr smiðju þýska lúxusbílaframleiðandans og þykir einstaklega fjölhæfur bíll. Hann getur verið 6, 7 eða 8 sæta, allt eftir þörfum. Hann er einstaklega fjölhæfur í uppsetningu og breytileg sætauppröðunin gefur skemmtilega möguleika. 

Fjögur, þægileg og sjálfstæð sæti eru staðalbúnaður í afturrýminu. Þau eru einstaklega þægileg og opna fyrir breytilega notkun á farþegarýminu. V-línan er boðin með þremur togmiklum dísilvélum sem stuðla að afar góðum aksturseiginleikum, lágri eldsneytisnotkun og akstursþægindum eins og í fólksbíl.