*

Hitt og þetta 26. nóvember 2013

Fjölskylda í Ástralíu setur heimsmet í jólaljósum

Richardson fjölskyldan í Canberra setti upp 502.165 jólaljós í ár við heimili sitt og setti um leið heimsmet.

Nú má jólaglatt fólk um allan heim fara að vara sig því áströlsk fjölskylda hefur sett heimset í fjölda jólaljósa við heimili sitt.

Richards fjölskyldan, sem býr í Canberra, fékk staðfestingu hjá heimsmetabók Guinnes fyrir því að vera með flest jólaljós sem sett hafa verið upp á einkaheimili.

Fjölskyldufaðirinn, David Richards, sagði í samtali við fjölmiðla að hann hafi byrjað að vinna í jólaljósunum í október. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem Richards fjölskyldan vinnur titilinn því þau hlutu hann einnig árið 2011 en töpuðu 2012 fyrir fjölskyldu í New York.

Árið 2011 voru ljósin 331.038 en í ár eru þau 502.165. David segist alla tíð hafa verið mikið jólabarn. Hann tók sér vikufrí í október til að byrja á verkefninu og hefur unnið allar helgar síðan við að setja upp ljósin. BBC segir frá málinu hér.