*

Hitt og þetta 11. september 2013

Fjölskyldan sem fór aftur til ársins 1986

Ertu komin með nóg af nútímanum og endalausum tækninýjungum sem flækja lífið? Veldu þér þá bara ár í fortíðinni og farðu þangað.

The Toronto Sun birti nýlega frétt af kanadísku McMillan fjölskyldunni sem fékk nóg af nútímanum. Hún ákvað því að fara aftur til ársins 1986. Og fjölskyldan tók þetta alla leið. Hún henti farsímunum og lokaði samfélagsmiðlunum. Í dag hlustar hún á kasettur og notast við faxtæki.

Fjölskyldumeðlimir létu sér ekki nægja að breyta um lífstíl heldur fengu þeir sér allir eins klippingu eða hina alræmdu sítt að aftan klippingu.

Í raun er lífstíll fjölskyldunnar í sama anda og Amishfólks í Bandaríkjunum en á meðan Amishfólk hafnar allri tækni sem kom eftir 19. öldina þá hafnar McMillan fjölskyldan tækni eftir 1986.

Fjölskyldan hóf tilraunina í apríl og segist ætla að halda hana út í heilt ár. Sjá nánar á Gizmodo.com.

Hér má svo sjá myndband um lifnaðarhætti fjölskyldunnar.

Stikkorð: Sítt að aftan  • Tímaflakk