*

Menning & listir 9. júní 2013

Fjórar góðar bækur í sumarfríið að mati bóksala

Viðskiptablaðið spurði bóksala með hvaða bókum hann mælir fyrir sumarfríið í ár.

Lára Björg Björnsdóttir

Ég mæli með Útlaganum sem kom út í mars og er þýðing á verki danska rithöfundarins Jakobs Ejersbo,“ segir Einar Kári Jóhannsson, bóksali í Eymundsson, spurður hvaða fjórum bókum hann mælir með fyrir sumarfríið í ár.

Útlaginn er um unglingsstúlku í Tansaníu og mér finnst höfundi takast alveg ótrúlega vel að segja sögu Tansaníu í upphafi 9. áratugarins og hvernig það er að vera hvítur maður í Afríku," segir Einar Kári.

Næst nefnir Einar Kári bók Sólveigar Pálsdóttur, Hinir réttlátu, sem er búin að vera í efsta sæti á metsölulista hjá Eymundsson síðustu tvær vikurnar. „Ég mæli líka með bók sem var að koma út í enskri þýðingu og er eftir sýrlenskan rithöfund sem heitir Nihad Sirees og heitir The Silence and the Roar. Bókin segir frá lífinu í alræðisríki á kómískan hátt.“

Og að lokum vill Einar Kári minna fólk á gamla og góða klassík: „The Great Gatsby er mjög vinsæl núna eftir að myndin kom út, og við mælum með því að fólk lesi bókina áður en það fer í bíó.“ 

Stikkorð: Sumarfrí  • Bækur  • Bókmenntir