
Breski bílaframleiðandinn Jaguar Land Rover kynnti fjórðu kynslóðina af Range Rover í síðasta mánuði. Jeppinn verður svo formlega kynntur á bílasýningunni í París í lok mánaðarins.
Range Rover kom fyrst á markað árið 1970 og var fyrsta kynslóðin framleidd til ársins 1996. Litlar breytingar voru gerðar útlitslega á bílnum í þessi 26 ár.
Fjórða kynslóðin er glæsilegri en nokkru sinni fyrr og eiga minni bílar frá Land Rover, svo sem Discovery og Sport, ekkert í þetta flaggskip breska bílaframleiðandans.
Öflugasta útgáfan af jeppanum verður með 510 hestafla vél og aðeins 5,1 sekúndu í hundraðið.
Bíllinn mun kosta 110 þúsund pund í grunnútgáfu í Bretlandi. Því mun han vart kosta undir 40 milljónum kominn til Íslands.
Það fer vel um bílstjórann.
Og farþega.
Range Rover í 43 ár.
Fyrsta kynslóðin var framleidd frá 1970-1996.
Önnur kynslóðin var framleidd frá1994-2002.
Þriðja kynslóðin. Framleidd 2002-2013.