*

Bílar 26. september 2013

Fjórði dýrasti bíllinn hefur brunnið tvisvar

Frumútgáfan af Ferrari 250 Testa Rossa, árgerð 1957, var seldur á 2,1 milljarð árið 2011.

Ferrari 250 Testa Rossa, árgerð 1957, var seldur á uppboði árið 2011 í Kaliforníu fyrir 16,8 milljónir dala, um 2,1 milljarð króna. Í úttekt Bíla, fylgiblaðs Viðskiptablaðsins, er talið að bíllinn sé 4. dýrasti bíll í heimi.

Bíllinn er frumútgáfan af 250 TR sem smíðaður var á árunum 1957-1961. Aðeins voru 34 eintök framleidd.

Bíllinn var notaður í keppni af Scuderia Ferrari og keppti fyrst í Nurburgring-kappakstrinum í maí 1957. Bílar sömu gerðar unnu Le Mans kappaksturinn 1958, 1960 og 1961.

Bíllinn hefur brunnið tvisvar og lenti í miklum árekstri í Le Mans árið 1958. Hann hefur verið endurgerður oftar en einu sinni og oftar en tvisar.

Hann er búinn 3 lítra V12 vél sem skilaði um 300 hestöflum nýr.