*

Matur og vín 17. maí 2019

Fjórðungur vill kokteilsósu með pítsu

Píratar og Framsóknarmenn eru líklegast til að vilja kokteilsósu með pítsu en Samfylkingar- og Viðreisnarfólk ólíklegast.

Tæplega fjórðungur (24%) landsmanna fær sér kokteilsósu með pítsu samkvæmt könnunar MMR.

Yngra fólk er líklegra til að fá sér kokteilsósu með pítsunni. 35% svarenda á aldrinum 18-29 ára kváðust fá sér kokteilsósu með pizzu. Kokteilsósunotkun fer minnkandi með hækkandi aldri og mældist minnst meðal svarenda 68 ára og eldri en 6% þeirra kváðust fá sér kokteilsósu þegar pizza væri á boðstólum. Íbúar landsbyggðarinnar (30%) líklegri til að borða kokteilsósu með pizzu en svarendur af höfuðborgarsvæðinu (20%).

Sé fylgið skoðað eftir stuðningi við flokka mælist kokteilsósu- og pítsuát mest meðal stuðningsmönnum Pírata (30%, Framsóknarflokksins (28%) og Flokks fólksins (25%), en minnst hjá stuðningsmönnum Samfylkingarinnar (14%) og Viðreisnar (16%).

Könnunin var framkvæmd dagana 11. til 15. febrúar 2019 og var heildarfjöldi svarenda 934 einstaklingar, 18 ára og eldri.

Stikkorð: matur  • pítsa  • kokteilsósa