
Nýr Peugeot 3008 PHEV var kynntur til leiks hjá Brimborg um helgina en um er að ræða fjórhjóladrifinn tengiltvinnjeppa. Peugeot 3008 hefur verið vinsæll á Íslandi og kemur nú í fyrsta skipti í tengiltvinnútgáfu.
Peugeot 3008 PHEV er með 13,2 kWh rafhlöðu og drægni hennar skv. WLTP mælingu í 100% rafmagnsstillingu er 59 km í fjórhjóladrifsútgáfunni (HYBRID4). Rafhlaðan er staðsett undir aftursætinu og hefur því ekki áhrif á farþega- eða skottrými. Aðgerðin „e-SAVE“ gerir ökumanni kleift að spara rafmagn til síðari nota t.d. ef síðar þarf að aka á svæði sem eingöngu er ætlað fyrir rafmagnsbíla.
Tengiltvinnvélin skilar bílnum 300 hestöflum og hann er með nýrri 8 gíra sjálfskiptingu. Það er einfalt og fljótlegt að hlaða nýjan Peugeot 3008 PHEV. Hægt er að fullhlaða heima eða í vinnu á innan við 2 tímum með 7,4 kW hleðslustöð. Einfalt er að hafa yfirsýn með hleðslunni með MyPeugeot Appinu.
Eldsneytiseyðsla í blönduðum akstri er aðeins 1,6l L/100 km. og CO2 losun aðeins frá 33 g/km samkvæmt WLTP mælingu. Peugeot 3008 SUV er með 22 cm veghæð. Hann er ríkulega búinn og hefur fengið sérstakt lof fyrir fallega hönnnun. Nútímaleg i-Cockpit innrétting er í lykilhlutverki með nýjustu kynslóð af tækni þar sem allar upplýsingar eru í sjónlínu ökumanns.