*

Menning & listir 30. október 2018

Fjórir Íslendingar dæma í keppni ADC*E

Landsbankinn, Alvogen, Kolibri og Sorpa meðal keppenda um grafísk verðlaun. 60 dómarar í keppninni víðs vegar að.

Verðlaun Art Directors Club Europe (ADC*E) verða veitt í 28. sinn í Barcelona í byrjun nóvember en þónokkur íslensk verkefni taka þátt í keppninni. Einar Gylfason, Gunnar Þorvaldsson, Rán Flyering og Selma Rut Þorsteinsdóttir eru dómnefndarfulltrúar FÍT í ár en þau eru samanlagt með margra áratuga reynslu af faginu.

Sem dæmi um íslensku verkefnin sem taka þátt eru:

- Dagatal Landsbankans í flokknum „myndskreytingaröð.“

Hönnun:  Sigurður Oddsson 

- Valablis við frunsum fyrir Alvgen í flokknum „Stakar auglýsingar fyrir prentmiðla.“

Hönnnun: Sigrún Gylfadóttir og Alex Jónsson (Kontor Reykjavik)

 

- Vefsíða Kolibri í flokknum „vefsíður.“

Hönnun: Steinar Ingi Farestveit og Michael Bing (Kolibri)

 

- Sorpanos fyrir Sorpu í flokknum „auglýsingaherferðir.“

Hönnun: Hrafn Gunnarson (Brandenburg)

 

 

Um dómarana:

Einar Gylfason útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1991 og hefur starfað bæði hér heima og í Bandaríkjunum allar götur síðan. Einar hefur rekið hönnunarstofunaLeynivopnið frá árinu 2010. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna, bæði hér heima og erlendis, og verk hans verið birt í bókum og tímaritum eins og Graphis og Communication Arts.

Gunnar Þorvaldsson útskrifaðist sem grafískur hönnuður árið 2005 frá Listaháskóla Íslands og London College of Communication. Hann vann í þrjú ár sem art director á The Reykjavík Grapevine áður en hann réð sig tilJónsson & Lemacks árið 2009. Sem digital art director hefur hann einkum starfað við vefhönnun og framleiðslu efnis (content creation) fyrir vefsíður og samfélagsmiðla. Verkefni hans fyrir mörg af stærstu vörumerkjum landsins hafa hlotið fjölda viðurkenninga.

Selma Rut Þorsteinsdóttir er Creative director á Pipar\TBWA frá árinu 2006. Útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla ÍslandsÍ 2002. Hefur setið í ýmsum dómnefndum þ.á.m. fyrir FÍT, Effie Awards og í dómnefnd Lúðursins í yfir 10 ár. Hefur unnið að ýmsum verkefnum sem hafa fengið viðurkenningar og verðlaun auk þess sem hún hefur hefur mikinn áhuga á að auka hlut kvenna í faginu í öllu, þar með talið í dómnefndarstörfum.

Rán Flygenring útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Listaháskóla Íslands árið 2009. Hún hefur síðan starfað sjálfstætt að verkefnum víða um heim, teiknað bækur og blöð, myndlýst ráðstefnum og uppákomum, ritstýrt, leikstýrt og tekið þátt í hinum og þessum hátíðum svo fátt eitt sé nefnt. Árið 2014 hlaut Rán ásamt Finn-Ole Heinrich barnabókaverðlaun Þýskalands og sama ár var hún tilnefnd til hinna virtu sænsku Alma-verðlauna. Rán hefur hlotið fjölda annarra viðurkenninga og verðlauna fyrir verk sín, þar á meðal Aðalverðlaun FÍT fyrir mörkun HönnunarMars 2016 ásamt Guðbjörgu Tómasdóttur.