*

Hitt og þetta 29. nóvember 2005

Fjórir sparkvellir vígðir

Í lok síðustu viku og byrjun þessarar voru fjórir sparkvellir til viðbótar vígðir - á Kirkjubæjarklaustri, Egilsstöðum, Eskifirði og Djúpavogi.

Sparkvellirnir verða mikil lyftistöng fyrir knattspyrnuiðkun á þessum stöðum, eins og annars staðar þar sem slíkir vellir hafa verið byggðir. Þeir vellir sem byggðir hafa verið eru sérlega vinsælir hjá yngri kynslóðinni og eru allir vellir í notkun nánast frá morgni til kvölds.