*

Menning & listir 24. október 2013

Fjörutíu staðreyndir um óperuhúsið í Sydney

Í tilefni af fjörutíu ára afmæli óperuhússins í Sydney voru teknar saman fjörutíu skemmtilegar staðreyndir um húsið.

Teikningu arkitektsins, Jorn Utzon, var upphaflega hafnað af þremur dómurum árið 1956 en hún var síðan valin af fjórða dómaranum, bandaríska arkitektinum Eero Saarinen sem sagði teikninguna stórkostlega. Úr varð að teikning Utzon hafði betur og sigraði hann 232 aðra vongóða arkitekta.

Hann vann 5000 pund fyrir teikninguna.

Árið 1959 var hafist handa við að byggja húsið og 10 þúsund verkamenn voru ráðnir í verkið.

Í húsinu eru 3000 atburðir á ári.

200 þúsund manns fara í skoðunarferð um húsið árlega.

Yfir tvær milljónir manna sækja viðburði í húsinu árlega.

Stærsti salurinn í húsinu tekur 2679 manns í sæti. Sá minnsti tekur 210 manns í sæti.

Arnold Schwarzenegger vann titilinn Hr. Olympia í vaxtarækt í stærsta salnum árið 1980.

Hér má lesa allar staðreyndirnar fjörtíu um húsið