*

Bílar 12. mars 2013

Flaggskipið frá Mercedes Benz væntanlegt í sumar

Búast má við að margir þjóðhöfðingjar leggi hafi lagt inn pöntun.

Nýr Mercedes Benz S er væntanlegur á næstu mánuðum. Bíllinn er stærsti og íburðarmesti bíllinn sem þýski bílaframleiðandinn býður upp á. Að venju verður bíllinn fullur af nýjungum í tækni- og öryggisbúnaði.

Bíllinn verður boðinn í sérstaklega lengdri útgáfu en sá bíll mun leysa af hólmi Maybach drossíuna sem Daimler hætti að framleiða fyrir skömmu.

S bíllinn er mjög vinsæll af þjóðhöfðingjum út um allan heim. Má þar nefna forseta og kanslara Þýskalands og forseta Rússlands.

Enn hafa engar myndir verið birtar af bílaframleiðandanum en myndin hér að ofan er sú besta sem náðst hefur af bílnum til þessa.

Stikkorð: Mercedes Benz
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is