*

Tölvur & tækni 7. janúar 2014

Flestir munu nota Android-stýrikerfið á árinu

Fleiri munu nota tæki sem keyrðu á sérstökum stýrikerfum á þessu ári en í fyrra.

Allt stefnir í að Android-stýrikerfið verði að finna í rúmlega einum milljarði tækja á þessu ári, samkvæmt spá greiningarfyrirtækisins Gartner. Bandaríski tölvurisinn Microsoft mun eiga nokkuð í að geta nartað í hæla Google en Gartner gerir ráð fyrir 359 milljón tæki muni keyra á Windows-stýrikerfinu um næstu áramót. Apple er ekki langt á eftir Microsoft en iOS- og Mac OS-stýrikerfin verða í 344 milljónum tækja, samkvæmt spá Gartner. 

Greiningarfyrirtækið sér ekki eintóma hamingju í kortunum og er sérstaklega svartsýnt á horfurnar hjá BlackBerry. Fyrirtækið gerir nefnilega ráð fyrir því að níu milljónum færri muni nota stýrikerfi BlackBerry á þessu ári en í fyrra. Stýrikerfi fyrirtækisins var í 24 milljónum tækja í fyrra. 

Stikkorð: Microsoft  • Google  • Android