*

Ferðalög & útivist 17. desember 2013

Flestir skrifa um London á Tripadvisor

London fær mestu athyglina á Tripadvisor en ferðamenn frá Asíu eru duglegastir að birta myndir á ferðamálavefsíðunni vinsælu.

Flestir notendur ferðavefsíðunnar Tripadvisor skrifuðu um London árið 2013 en borgin fékk um 459 þúsund umsagnir á árinu sem er að líða.

Róm er næstvinsælust en um hana var skrifað 365 þúsund sinnum. París fékk 318 þúsund umsagnir og New York 305 þúsund.

Í umsögnunum á Tripadvisor er fjallað um hótel, veitingastaði og ferðamannastaði. Sá staður sem fékk mesta umfjöllun var Harry Potter leiðsögutúrinn í Warner Bros stúdíóunum í Hertfordshire. Túrinn fékk um 8400 umsagnir.

Bretar skrifuðu að jafnaði langar umsagnir, en þó ekki jafn langar umsagnir og komu frá Singapúr og Filippseyjum. Belgískar umsagnir fengu jákvæðustu viðbrögðin eða að meðaltali 2,2 þumla upp. Ferðamenn frá Asíu voru duglegastir að birta myndir af hótelum á vefsíðunni .

Yfir 260 milljónir manna heimsækja síðuna í hverjum mánuði. The Telegraph segir nánar frá tölfræði ársins 2013 hér. 

Stikkorð: Tripadvisor