*

Ferðalög & útivist 18. nóvember 2013

Fljótandi hótelherbergi

Á lúxushóteli í Sansíbar er hægt að leigja hótelherbergi sem flýtur. Og svefnherbergið? Það er neðansjávar auðvitað.

Hótelherbergi sem flýtur hlýtur að teljast óvenjulegt fyrirbæri. Á Manta Resort á eyjunni Pemba undan ströndum Zanzibar er hægt að leigja herbergi sem flýtur rétt undan ströndinni.

Svefnherbergið er neðansjávar með glugga á alla kanta svo þá er ágætis útsýni beint út í lífríki hafsins. Þessi fljótandi hótelbergjareynsla er þó ekki ókeypis en nóttin kostar 1500 dali eða 182 þúsund krónur. Hér má lesa allt um fljótandi hótelbergið.

 

 

Stikkorð: Lúxushótel