*

Hitt og þetta 4. apríl 2013

Flokkaðu ruslið með stæl

Nú getur þú flokkað rusl og verið smart í leiðinni með þessum elegant ruslafötum.

Ruslaföturnar „Stackable Qualy bins“ eru himnasending fyrir umhverfisvæna og hönnunarmeðvitaða borgarann.

Ruslaföturnar eru þægilegar í notkun og taka lítið sem ekkert pláss en þeim má raða upp við vegg og alla leið upp í loft þess vegna.

Föturnar fást í fjórum litum, rauðum, svörtum, hvítum og drapplit og koma í tveimur stærðum, 30 cm hæð og 20 cm hæð. Og síðan kostar þetta bara ekki krónu, aðeins 4800 krónur fyrir stærri gerðina og 3600 krónur fyrir þá minni. 

 

Stikkorð: Hönnun  • Ruslafötur