*

Bílar 30. ágúst 2013

Flott sýning á Mercedes Benz

Bílaumboðið Askja sýnir það nýjasta frá Mercedes Benz á morgun.

Bílaumboðið Askja mun halda sannkallaða stórstjörnusýningu á Mercedes-Benz bílum um helgina. Hápuntur sýningarinnar er frumsýning á tveimur glæsilegum Mercedes-Benz bílum, E-Class og CLA. Þó nokkrar útlitsbreytingar hafa verið gerðar á nýjum E-Class og þar sem straumlínulagaðar línur spila stórt hlutverk. Innanrýmið er fagurlega hannað og umlukið þægindum og lúxus eins og Mercedes-Benz er vel þekkt fyrir. Háþróuð markmiðlunar- og akstursaðstoðarkerfi hjálpa til við að gera aksturinn bæði skemmtilegan og öruggan. Bíllinn er mun betur búinn en áður og með nýjum og sparneytnari vélum sem hafa samt sem áður enn meira afl en áður.

Sparneytinn E-Class

Nýr E-Class fæst nú m.a. í fyrsta skipti í hybrid útgáfu. Tvinnbíllin E 300 BlueTEC Hybrid er annars vegar er 4 sílindra, 2,2 lítra dísil túrbó vél sem skilar 204 hestöflum og togið er alls 500 Nm og hins vegar 20 kW rafmótor sem gefur bílnum aukaafl og tog á sama tíma og hann verður enn sparneytnari og umhverfismildari. Bíllinn er aðeins 7,5 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. Eyðslan er aðeins frá 4,1 lítra á hundraðið sem er ótrúlega góð sparneytni miðað við stærð á bíl. Koltvísýringslosun er aðeins 107 g. E-Class verður einnig í boði með nýjum dísil-g og bensínvélum.

Fjögurra dyra sportbíll

CLA er nýr, fjögurra dyra sportlegur bíll og verður í boði með 4MATIC fjórhjóladrifi ásamt miklum búnaði. Hönnunin á CLA þykir sportleg og afar vel heppnið að innan sem utan. CLA er með svipsterkan framenda þar sem sem kraftmikið grillið að framan spilar stórt hlutverk. Þetta ásamt bogmyndaðri þaklínunni gefur bílnum sportlegt yfirbragð. Straumlínulagaðar hliðar bílsins og sportlegur afturhluti hans eru einnig mikið fyrir augað. CLA verður í boði með kraftmiklum dísil- og bensínvélum sem á sama tíma eru umhverfismildar og sparneytnar.

Auk þess mun Mercedes-Benz klúbbur Íslands halda veglega afmælissýningu til að fagna 10 ára afmæli klúbbins. Af því tilefni mun klúbburinn sýna gamla og fallega Mercedes-Benz bíla frá ýmsum tímabilum í Öskju. Þar á meðal er njósnabíllinn Mercedes Benz 290B árgerð 1937 sem Werner Gerlach, ræðismaður Þýskalands á Íslandi, notaði hér á landi. Þegar Bretar hernámu Ísland 10. maí árið 1940 var eitt af þeirra fyrstu verkum að taka Gerlach til fanga. 

Sýningin verður haldin kl. 10-16 á laugardag og kl. 12-16 á sunnudag.

CLA lúxusbíll frá Mercedes-Benz.