*

Tíska og hönnun 13. júní 2013

Flottasta húsið í Norður-Idaho

Í Norður-Idaho er allsérstakt hús sem var sérstaklega hannað til að falla vel að landslaginu.

Hér er hús til sölu sem þykir vera eitt hið vandaðasta í Norður-Idaho í Bandaríkjunum. Markmiðið með hönnuninni var að húsið félli vel að landslaginu en um leið er allt rými opið og hátt til lofts í aðalsamverustöðum hússins.

Og þau sem sáu um að innrétta og stílisera húsið eru skrautgjörn mjög eins og sjá má á myndunum hér að ofan.

Húsið er 790 fermetrar og stendur við vatn. Stórt bátaskýli er við bryggju sem fylgir með húsinu og bílskúrinn rúmar níu bíla. Húsið sjálft er búið fjórum svefnherbergjum, sex baðherbergjum, stórum stofum, íbúð fyrir þjónustufólk og sundlaug. Húsið kostar 5,49 milljónir dollara eða 663 milljónir króna. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • Idaho