*

Bílar 28. júlí 2013

Flottur fjarki með fjórhjóladrifi

Audi A4 Allroad er með kraftalegt útlit með stórum svörtum brettaköntum og stórum plasthlífum að framan og aftan.

Róbert Róbertsson

Audi framleiddi fyrstu Allroad bílana árið 1999 og hafa þeir í seinni tíð verið framleiddir í A6 og A4 línunni. Þannig eru þeir með nokkra sérstöðu í útliti miðað við hálfbræður sína. Útlitið er kraftalegt með stórum svörtum brettaköntum og stórum plasthlífum að framan og aftan. Grillið er sérlega flott og álplöturnar þar fyrir neðan gefa framsvipnum töff lúkk. Ég reynsluók A4 Allroad á dögunum og prófaði hann bæði á malbiki og malarslóðum.

Kraftmikill með stífa fjöðrun

Allroad er aðeins hærri en hefðbundnir fólksbílar og veghæðin er 18 sentimetrar sem kemur sér vel á malarvegum. Hann fór léttilega með allar minni háttar torfærur og reyndist prýðilega á mölinni. Allroad er með sérhönnuðu fjöðrunarkerfi sem gerir hann ólíkan hefðbundnum A4. Fjöðrunin er nokkuð stíf og aksturinn er aðeins hastari og ekki eins mjúkur og þegar ekið er A4. Það er líklega skiljanlegt þar sem hann er hærri og liggur því ekki eins neðarlega og A4 sem er afar góður akstursbíll. Á móti kemur að í Allroad siturökumaður frekar hátt í bílnum miðað við fólksbíl sem mörgum finnst þægilegt.

Nánar er fjallað um Audi A4 Allroad í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér

Stikkorð: Audi  • Bílar  • Audi A4 Allroad