*

Ferðalög & útivist 29. mars 2013

Flottustu gistiheimilin í Bangkok

Ef ferðinni er heitið til Bangkok og fallegt, hresst og töff gistiheimili er efst á óskalistanum þá skaltu kíkja á þennan lista.

Hér koma gistiheimili sem þykja þau flottustu í Bangkok. Þau eiga það sameiginlegt að vera mjög smart, rúmgóð og vel staðsett þegar kemur að helsta stuðinu í Bangkok. 

@Hualampong

Gistiheimilið @Hualampong er við hliðina á aðal lestarstöðinni og Kínahverfinu. Staðsetningin er frábær fyrir ferðamenn sem vilja góðan mat og þá sem vilja vera miðsvæðis. Á gistiheimilinu er líka mjög vandað kaffihús og skemmtilegt sjónvarpsherbergi.

CheQinn Chic Hostel

CheQinn Chic Hostel þykir afskaplega smart og töff. Barinn er mjög skemmtilegur og þar nota gestir tækifærið og hittast og spjalla um verð á lestarmiðum og núðlusúpum. Á herbergjunum eru sérstök fartölvuborð á rúmunum.

HQ Hostel 

Gistihemilið HQ Hostel er í fjármálahverfinu. Hönnunin er nýstárleg og björt en það gerir mikið fyrir herbergin sem mörg hver eru í minni kantinum.

Lub d Siam Square 

Lub d Siam Square er töff svo ekki sé meira sagt. Herbergin eru krómuð og kúl en gestir geta síðan gengið út í garð sem er afgirtur. Þar geta þeir slakað á í miðju verslunarhverfinu, Siam Square. Baðherbergin eru stór og kynjaskipt og bjóða meira að segja upp á hárþurrkur.

Lub d Silom 

Lub d er líka staðsett í Silom hverfinu og er hönnunin og stemningin svipuð og á Siam Square.

Suneta Hostel Khaosan

Gistiheimilið er örstutt frá vinsæla ferðamannastaðnum Khao San Road. Það sem gerir Suneta Hostel sérstakt eru einkakáeturnar. Hvert rúm er umkringt rennihurðum. Þar inni er flatskjár, aðstaða til að hlaða græjur og vifta. Rúmin á gistiheimilinu eru líka breiðari en vant er svo herbergin eru rúmgóð.

Take a Nap

Take a Nap er hresst og litríkt gistiheimili. Herbergin virka stór því þar eru ekki kojur heldur venjuleg rúm. Andy Warhol er innblásturinn þegar kemur að listaverkum á Take a Nap. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Gistiheimili  • Bangkok