*

Veiði 11. október 2013

Flottustu veiðihús landsins

Þrjú veiðihús tróna á toppnum þegar tuttugu og tveir æðstu stjórnendur fyrirtækja á landinu velja sitt uppáhalds veiðihús.

Eftir vinnu kannaði hug 22 æðstu stjórnenda fyrirtækja hvert væri besta veiðihús landsins. 

Svörin áttu það sameiginlegt að vera fjölbreytileg. Mælistikan á besta veiðihúsið er nefnilega ekki stöðluð. Eftir hverju eru menn að leita? Lúxus, sveitastemningu, náttúrufegurð, veislumat, partýhúsi eða bara ódýrri gistingu yfir blánóttina?

Annað sem skekkir eðlilega niðurstöðuna er að þótt menn séu víðförlir í veiðinni hafa ekki allir komið í öll veiðihús landsins. Þetta er líka tilfinningamál og menn tengjast ánni „sinni“ sem þeir sækja heim árlega.

Niðurstaðan var samt sú að þrjú veiðihús voru nefnd oftast: Veiðihúsið Lundur við Hítará, Fossberg við Selá í Vopnafirði og Fossás við Grímsá. Og þessi hús eru ólík innbyrðis.

Önnur hús sem voru nefnd:

  • Haffjarðará
  • Straumfjarðará
  • Vatnsdalsá
  • Breiðdalsá
  • Laxamýri í Aðaldal

Nánari umfjöllun um flottustu veiðihús landsins og fleiri myndir má sjá í nýjasta tölublaði Eftir vinnu. Fylgist með Eftir vinnu hér á Facebook.

Stikkorð: Hítará  • Grímsá  • Selá  • Veiðihús