*

Sport & peningar 1. júlí 2015

Floyd Mayweather launahæsta stjarnan

Einungis eru 16 konur á lista Forbes yfir 100 tekjuhæstu stjörnur heims.

Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather var tekjuhæsta stjarna á síðasta ári samkvæmt Forbes Global Celebrity 100 listanum yfir 100 tekjuhæstu stjörnur heims. Af 100 stjörnum komust einungis 16 konur á listann. Tekjur kvennanna námu samtals 809 milljónum dollara, en karlanna 4,35 milljörðum dollara. Þetta endurspeglar hversu slæm staða launamun kynjanna er bæði í Hollywood og í heiminum.

Söngkonurnar Katy Perry og Taylor Swift eru einu konurnar sem ná á top 10 listann en hér má sjá hann í heild sinni:

1. Floyd Mayweather - 300 milljónir dollara

2. Manny Pacquiao - 160 milljónir dollara

3. Katy Perry - 135 milljónir dollara

4. One Direction - 130 milljónir dollara

5. Howard Stern - 95 milljónir dollara

6. Garth Brooks - 90 milljónir dollara

7. James Patterson - 89 milljónir dollara

8. Taylor Swift og Robert Downey Jr. - 80 milljónir dollara

10. Cristiano Ronaldo - 79,5 milljónir dollara