*

Ferðalög & útivist 2. september 2013

Flugbarnapíur hjá flugfélaginu Etihad

Ef flogið er með flugfélaginu Etihad þá þarf ekki að óttast læti í börnum því um borð eru barnfóstrur.

Flugfélagið Etihad kynnir nýjung í flugi sem ætti að gleðja foreldra, börn og síðast en svo aldeilis ekki síst, barnlausa farþega. Þrjú hundruð barnfóstrur hafa verið ráðnir til félagsins til aðstoða foreldra og börn í löngum flugum.

Að ferðast með eitt barn getur nánast verið tveggja manna starf þegar þrengsli eru mikil og flugið langt. Hvað þá fleiri. En nú er í boði að fá aðstoð barnfóstru sem getur létt á foreldrunum og leikið við barnið og stytt því stundir á löngu flugi.

Dæmi um fjör sem fóstrurnar bjóða upp á er andlitsmálning, brúður, töfrabrögð og ýmsir leikir. Þessi þjónusta er í boði fyrir svefninn svo börnin fari þreytt í háttinn. Þær fara þó ekki með börnin á salernið svo foreldrarnir eru ekki alveg lausir við vesenið. Fyrir lok árs er stefnan að vera komin með 500 barnfóstrur. Þær þurfa allar að fá gæðavottun frá Norland sem er breskur háskóli fyrir leikskólamenntun. Sjá nánar á The Telegraph.

Stikkorð: Flug  • Örvænting  • Etihad Airways