*

Ferðalög & útivist 10. desember 2013

Flugfélag kemur farþegum rækilega á óvart – Myndband

Hér er aldeilis fallegt myndband sem ætti að græta hvaða neysluglaða hjarta sem er.

Kanadíska flugfélagið WestJet kom farþegum á óvart við lendingu með því að leysa þá út með gjöfum. Þegar farþegarnir skráðu sig í flug í Toronto og Hamilton voru þeir látnir svara jólasveini sem spurði þá hvað þeir óskuðu sér í jólagjöf.

Þetta var allt saman tekið upp og upplýsingunum komið til starfsfólks flugfélagsins. Óskirnar voru allt frá sokkum og brókum og upp í flatskjái. Starfsfólk flugfélagsins óð síðan af stað og keypti gjafirnar handa farþegunum og þeim var komið fyrir í flugvélunum.

Við lendingu var farþegunum síðan komið rækilega á óvart því í staðinn fyrir að fá ferðatöskurnar á færibandinu streymdu gjafir, allar merktar hverjum og einum farþega. Stuff.co.nz segir frá málinu en hér að neðan má sjá myndbandið: 

Stikkorð: Flug  • Kanada  • Jólasveinn  • Gaman