*

Ferðalög & útivist 29. júlí 2013

Flugfélög í Kína óstundvísust

Líkurnar á því að fara frá Pekingflugvelli á réttum tíma eru litlar. Mjög litlar.

Í Kína er langlíklegast að lenda í seinkun í flugi, samkvæmt nýrri könnun. Í könnuninni sem var gerð af aðilum innan flugiðnaðarins var flugtími skoðaður hjá flugfélögum um allan heim í síðasta mánuði.

Í ljós kom að aðeins 18,3% fluga fóru frá alþjóðaflugvellinum í Peking á réttum tíma. Í Sjanghæ var ástandið ögn skárra en þar fóru 28,72% fluga frá flugvellinum á réttum tíma. Kínversk flugfélög lentu að auki í átta sætum af tíu í flokknum: Verstu flugfélögin.

Engar ástæður yfir niðurstöðunum eru gefnar upp. Talið er líklegt að þessar tíðu tafir séu vegna skilyrða hersins sem takmarka oft flugsvæðið yfir landinu með litlum fyrirvara.

Flugumferð í Kína hefur meira en fjórfaldast með batnandi efnahagi og ódýrari farmiðum. Með þessum mikla vexti, töfum, versnandi þjónustu og óþolinmæði farþega hefur æðisköstum á flugvöllum fjölgað eins og sjá má í myndbandinu hér. News 24 segir frá málinu á vefsíðu sinni í dag. 

Stikkorð: Kína  • ferðalög  • Kína  • Flugtími