*

Hitt og þetta 3. september 2013

Flugfélög slást um ríku farþegana

Hönnun, snyrtimeðferðir og Michelin-máltíðir er það sem er í boði fyrir farþega sem vita ekki aura sinna tal.

Lággjaldaflugfélögin gera allt sem þau geta til að halda verðinu niðri í þeim tilgangi að fá fleiri farþega í vélarnar, oft á kostnað hreinlætis og þjónustu um borð. Ástandið er aðeins öðruvísi á hinum endanum hjá flugfélögum sem vilja höfða til efnaðri farþega, en þar er lúxusinn keyrður í botn og allt haft sem huggulegast.

The Telegraph fjallar um málið á vefsíðu sinni í dag. Kíkjum á nokkur dæmi:

Virgin Atlantic hefur fengið Vivienne Westwood til að hanna búninga á allar áhafnir sínar svo farþegar hafi nú eitthvað fallegt til að horfa á í löngum flugum.

Flugfélagið Vistajet, sem leigir út einkaþotur, gekk til liðs við Fabergé (sem býr til fínu og dýru eggin) í mars 2013 og á stuttu tímabili á árinu voru demantsskreytt egg til sölu um borð á 7900 dollara.

Finnair og Marimekko fóru í samstarf 2012. Allur borðbúnaður í vélum Finnair var hannaður af Marimekko og einnig var hann til sölu í vélunum.

Air France fékk Michelin-kokkinn Michel Roth til liðs við sig í febrúar 2013. Nú geta farþegar valið úr sex réttum af matseðlinum í flugum frá París.

Sjá nánar á The Telegraph

Stikkorð: lúxusvörur  • Lúxus  • Lúxusflug