*

Hitt og þetta 8. júlí 2016

Flughátíð á Hellu

Allt sem flýgur er flughátið Flugmannafélags Íslands sem haldin er ár hvert á Hellu.

Eydís Eyland

Fughátíð Flugmálafélags Íslands haldin á Hellu núna um helgina. Hátíðin er haldin ár hvert og stefna aðstandendur að því að slá met frá síðasta sumri þegar rúmlega 400 gestir sóttu hátíðina heim.

„Flugið heillar fólk á öllum aldri. Á Hellu getur fólk séð allar tegundir flugs í miklu návígi bæði á jörðu niðri og á flugi. Það verða vélflugvélar, svifflugur, fisvélar, þyrlur, listflugvélar, drónar, svifvængir, fallhlífarstökkvarar, flugmódel og margt fleira. Það er því einstakt tækifæri fyrir áhugasama að koma til okkar á Hellu,“ segir Matthías Sveinbjörnsson forseti Flugmálafélagsins.

Það er Flugmálafélag Íslands sem stendur að hátíðinni en að henni koma yfir 20 aðildarfélög um land allt. Allir eru velkomnir á hátíðina, ókeypis er inn á svæðið og á tjaldstæði. Grillveisla er um kvöldið og kvöldvaka í kjölfarið.

Hátíðin stendur yfir helgina 8. - 10. júlí.