*

Veiði 8. október 2014

Fluguhnýtingar á elliheimilinu

Ragna Árnadóttir dreif sig í Kramhúsið til að læra Beyoncé-dansa og getur ekki hætt.

Áhugamálin hjá Rögnu Árnadóttur, aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar, eru svo sannarlega ólík. Hún ýmist grúskar í bókum eða klæðir sig í dansgallann.

„Ég les ógrynni af bókum og er alltaf að leita að nýju, áhugaverðu lesefni. Svo fæ ég útrás í ræktinni, hef stundað lyftingar hjá Ingimundi Björgvinssyni þjálfara í tæp fjögur ár, get bara ekki hætt því. Svo dró Anna Sigríður Arnardóttir, vinkona mín, mig í Kramhúsið til að læra Beyoncé-dansa. Ég var hræðilega stirðbusaleg og meðvituð um sjálfa mig í fyrstu en svo ákvað ég að láta bara vaða. Þetta er ótrúlega skemmtilegt þannig að ég get ekki hætt þessu heldur. Ég stunda einnig fluguveiði, fór á kastnámskeið á sínum tíma og lærði líka að hnýta flugur. Hnýtingarnar mun ég þó stunda á elliheimilinu með þessu áframhaldi.“

Skyggnst er inn í líf fleiri stjórnenda íslensks atvinnulífs í Eftir vinnu, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.