*

Veiði 22. febrúar 2014

Fluguhnýtingar á netinu

Á nýrri vefsíðu um fluguhnýtingar má m.a. sjá myndir af klassískum laxaflugum hnýttum af Pétri Steingrímssyni í Aðaldal.

Ný íslensk vefsíða tileinkuð fluguhnýtingum fór í loftið fyrir skömmu. Síðan, flugu­hnytingar.is, er í eigu Ingólfs Kolbeinssonar, sem á og rekur veiðiverslunina Vest­urröst.

Á síðunni er að finna ýmsan fróðleik um efni, verkfæri og hnúta svo eitthvað sé nefnt. Einnig eru hlekkir á mörg skemmtileg veiðimyndbönd. Það sem stendur þó upp úr eru uppskriftir að laxaflugum og silungaflugum. Meðal annars má finna myndir af klassískum laxaflugum hnýttum af Pétri Steingrímssyni, fluguhnýtara í Laxárnesi í Aðaldal.

Það er ekki á færi nema þeirra allra flinkustu að hnýta þær flugur en það er gaman að skoða myndirnar.