
Nánast uppselt var á hina geysivinsælu fluguveiði- kvikmyndahátíð RISE í Bíó Paradís sl. laugardag. RISE er eina fluguveiði- kvikmyndahátíðin sem haldin er á Íslandi. Daginn eftir var sýningin flutt norður til Akureyrar þar sem norðlenskir stangveiðimenn gátu stytt biðina eftir sumrinu.
Á vef RISE kemur fram að hátíðin sé alþjóðleg kvikmyndahátíð (e. fly fishing film festival) runnin undan rifjum Nick Reygaert, leikstjóra og eiganda Gin-Clear media á Nýja Sjálandi. Nick sé einna þekktastur fyrir fluguveiðikvikmyndir og þá kannski helst „The source“ þríleikinn þar sem þriðja og síðasta myndin í seríunni er The Source — Iceland. RISE-hátíðin hafi fyrst verið haldin í Ástralíu en hafi nú verið sýnd í ótal löndum úti um allan heim og sé orðin fastur liður í dagskránni hjá evrópskum fluguveiðifíklum.
sýndar voru fimm myndir en ekki í heild sinni nema ein stuttmynd. Myndirnar má flokka sem „ævintýra fluguveiðikvikmyndir“ (e. adventure driven fly fishing films).
„Það er stutt í veiðitímabilið hjá okkur þannig að það er auðvitað gaman að komast í fílinginn og hitta aðra veiðimenn,“ sagði Kristján Benediktsson skipuleggjandi hátíðarinnar
Heimasíða Rise með myndbrotum úr myndunum sem sýndar voru.
Sýnishorn úr myndinni The Source - Iceland.