*

Hitt og þetta 5. september 2013

Flugvélum breytt í hús og húsgögn

Heimilin og húsgögnin í myndasafninu hér að ofan eru í frumlegri kantinum en þau eru búin til úr gömlum flugvélum.

Þegar flugvélar eru ekki lengur öruggar til flugs er annaðhvort hægt að henda þeim á haugana eða endurnýta þær og nota hlutina úr þeim í að byggja heimili eða búa til húsgögn.

CNN birtir grein og myndaseríu með flugvélum og hlutum úr þeim sem enduðu lífdaga sína ekki í flugvélakirkjugarði heldur sem mjög týpuleg hús eða oft á tíðum mjög praktísk húsgögn.

Sjá nánar hér á CNN en myndaserían að ofan er mögnuð.

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Hönnun  • Flugvélar