*

Matur og vín 15. júní 2019

Fögnuðu nýjum Kalla K

Fjöldi mætti á sumargleði Kalla K til að halda upp á sameiningu Karls K. Karlssonar og Bakkusar.

Fjöldi lagði leið sína á Nauthól á fimmtudag þar sem fram fór sumargleði Kalla K. Tilefni teitisins, annað en fádæma gott veður, var sameining félaganna Karls K. Karlssonar og Bakkusar. 

„Við  erum fjórir sem keyptum Karl K. Karlsson árið 2017. Við nýttum árið í fyrra til að endurskipuleggja og laga reksturinn að okkar sýn. Í þeirri vinnu kom í ljós að möguleiki væri á að kaupa Bakkus. Þær viðræður gengu vel, lauk með kaupum og við tókum við rekstrinum 2. janúar þessa árs,“ sagði Örn Héðinsson, framkvæmdastjóri félagsins, við Viðskiptablaðið þann sama dag.

Sjá einnig: Ungur og sprækur Kalli K í stað gamla

„Til að auðvelda sýn okkar og frekari sókn þá ákváðum við að kynna til leiks nýtt vörumerki félagsins. Við ákváðum að halda hvorki í Bakkus né Karl K. Karlsson og tökum þess í stað formlega Kalli K. Það var mjög auðveld ákvörðun enda þekkir bransinn okkur undir þessu nafni,“ segir Örn.

Félögin verða formlega sameinuð undir einni kennitölu í upphafi næsta árs.

Sigrún Lína Sigurjónsdóttir og Eva Georgsdóttir litu við.

Sjálfur Morgan skiptstjóri leit við og skemmti gestum.

Óttar Már Magnússon og Henrik Már Teitsson.

Eigendurnir fjórir. Frá vinstri Helgi Hilmarsson, Örn Héðinsson, Hannes Hilmarsson og Stefán Hilmarsson.

Valgerður Stefánsdóttir og Málfríður Anna Gunnlaugsdóttir.