Kristín Sunna Sigurðardóttir á fornbílinn Volkswagen 1303, árgerð 1973. Bjallan er 10 árum eldri en hún sjálf.
Bílablaðið, sem fylgdi Viðskiptablaðinu sem kom út í síðustu viku, ræddi við Krístínu um áhuga hennar á fornbílum.
Af þessu tilefni tók vb.is stutt viðtal við Kristínu um bílaáhugann.
Árið 1933 fólu þýsk stjórnvöld Ferdinand Porsche að hanna bíl fyrir almenning. Árið 1937 stofnaði Porsche Volkswagen bílaframleiðandann. Ári síðar leit Volkswagen Bjallan (Käfer á frummálinu) dagsins ljós.
Alls voru framleiddar 21,5 milljónir eintaka af Bjöllunni á þessum 65 árum. Volkswagen framleiddi bílinn víða um heim en 15,5 milljónir bíla voru framleiddir í Þýskalandi. Næst stærsta framleiðslulandið var Brasilía þar sem 3,5 milljónir bíla voru framleiddir.
Aldrei hefur nokkur bíll selst jafn mikið og Bjallan. Enda fáir ef nokkrir bílar framleiddir svo lengi án verulegra breytinga.
Síðasta Bjallan kom af færibandinu í Puebla, Mexíkó fyrir níu árum síðan, þann 30. júlí 2003.