*

Matur og vín 20. janúar 2013

Food & Fun hefst í lok mánaðar

Kokkar beggja vegna Atlantsála snúa bökum saman yfir hægum eldi á matarhátíðinni Food & Fun í febrúar.

Matarhátíðin Food & Fun verður haldin í 12. sinn dagana 27. febrúar til 3. mars. Á hátíðinni koma saman kokkar frá Ameríku og Evrópu og hafa umsjón með matreiðslu á völdum veitingahúsum í Reykjavík í samvinnu við íslenska matreiðslumeistara.

Hátíðin þykir merkur viðburður í heimi sælkera og er talin vera kjörið tækifæri til að kynna mat frá Íslandi. Tímaritið National Geographic valdi hátíðina sem eina merkustu matarhátíð í sælkeraheiminum árið 2011 og í kjölfarið hafa birst greinar víða um heim. Samtök iðnaðarins eru umsjónaraðili Food and Fun í samráði við Main Course ehf. sem er eigandi hátíðarinnar ásamt Icelandair.

Stikkorð: Food & Fun