*

Menning & listir 25. desember 2015

The Force Awakens fer fram úr A New Hope

Nýjasta Star Wars myndin hefur nú þegar gert betur í miðasölu heldur en að minnsta kosti helmingur hinna.

Í lok dags á Þorláksmessu hafði nýjasta Star Wars myndin, Star Wars Episode VII: The Force Awakens, halað inn 766 milljónum dollara í miðasölu á heimsvísu, jafnvirði 99 milljarða króna. Engin önnur Star Wars mynd náði viðlíka sölu á fyrstu viku sinni í kvikmyndahúsum.

Reyndar náði aðeins helmingur hinna Star Wars myndanna jafn miklum tekjum í kvikmyndahúsum eins og The Force Awakens hefur gert á fyrstu viku sinni í sýningu. Það eru A New Hope, sem gaf af sér 787 milljónir dollara í kvikmyndahúsum, Revenge of the Sith, sem seldist á fyrir 849 milljónir dollara, og loks The Phantom Menace, sem halaði inn 1.027 milljónum dollara í kvikmyndahúsum. Vert er að taka fram að þessar tölur eru ekki verðlagsleiðréttar.

Á Þorláksmessu nálgaðist The Force Awakens því fyrstu myndina í seríunni, A New Hope. Miðað við fyrstu daga sína í sölu verður að teljast líklegt að The Force Awakens hafi tekið fram úr A New Hope í gær eða að það muni gerast í dag.

Stikkorð: Star Wars  • Kvikmyndir