*

Bílar 16. apríl 2012

Ford endurnýjar Mustanginn

Bandaríski bílarisinn Ford hefur sett nýjan Mustang á göturnar sem ætlað er að höfða til nýrrar kynslóðar bílaunnenda.

Bandaríski bílarisinn Ford hefur breytt sportdrekanum Mustang í takt við nýja tíma en vonir standa til að bíllinn höfði til yngri kynslóðar bílaunnenda, þá sem fæddir eru á árabilinu 1980 til 1999 og flokkast af sumum til Y-kynslóðarinnar.

Samkvæmt útreikningum bandarísku fréttastofunnar Fox fæddust 80 milljón börn á þessum árum og því eftir nokkru að slægjast enda hluti af þessu fólki komið með bílpróf. Fjögur ár eru þangað til fólk fætt árið 1999 nær bílprófsaldri hér á landi. Algengt er þó að 16 ára unglingar fái ökuskírteini beggja vegna Atlantsála. 

Þessi nýi Mustang þykir minna lítið á þann sportbíl sem er hvað þekktastur frá Ford og kom á göturnar árið 1964. Fremur er líklegt talið að hann líkist Ford Fusion. En dæmi nú hver fyrir sig. 

Ford Mustang árgerð 1964

 

Ford Mustang árgerð 2013

Ford Fusion

Stikkorð: Ford Mustang