*

Bílar 15. apríl 2014

Ford seldist á 840 milljónir

Ford GT 40 sem seldist um helgina var framleiddur árið 1963. Hann var notaður í kappakstri árið 1964.

Ford GT40 seldist á því sem nemur um 840 milljónum íslenskra króna á uppboði í Houston um síðustu helgi. Það var uppboðshúsið Mecum sem sá um uppboðið. Það er sjaldgæft að bílar af gerðinni Ford seljist á slíku verði.

Bíllinn sem var seldur á uppboðinu um helgina var notaður í kappakstri í Le Mans árið 1964. Það voru Jo Schlisser og Richard Atwood sem óku honum. Bíllinn er árgerð 1963. 

Hér að neðan geturðu séð myndskeið af uppboðinu þegar það fór fram.

 

Stikkorð: Bílar