*

Bílar 11. nóvember 2017

Forláta Willys jeppi gerður upp

Mikil smíðavinna fólst í verkinu sem var meðal annars unnið af kasóléttri konu.

Jeppinn er skráður 1976 en miðað við útlit á gluggastykkinu þá vilja sumir meina að hann sé jafnvel árgerð 1975. Þeir breyttu hallanum á glugganum þarna á milli ára,” segir Ingólfur en hann keypti jeppann um vorið 2015.

,,Ég fór þá til Keflavíkur með vini mínum til að skoða Hilux jeppa sem hann var að spá í að kaupa. Úr varð að ég sá þennan Willys jeppa í bílskúrnum hjá manninum sem við vorum að heimsækja. Þetta var raunar bara skúffa á grind. Ég fer að spyrja hann út í bílinn og hvað hann ætlaði að gera við hann. Úr spjallinu kom að hann hafði ætlað að gera hann upp, var búinn að taka hann allan í sundur og átti alla hlutina uppi á háalofti. Í léttu gríni spurði ég hann hvort hann vildi ekki selja mér bílinn. Hann tók því ekki illa og tveimur dögum síðar hringdi hann í mig og bauð mér jeppann á 300 þúsund krónur. Ég sló til og fór aftur til Keflavíkur með vini mínum og sóttum gripinn. Ég fékk með bílnum allt sem honum fylgdi. Bíllinn var raunar bara allur í pörtum,“ segir Ingólfur og brosir þegar hann hugsar til baka. 

Jeppinn er skráður 1976 en miðað við útlit á gluggastykkinu þá vilja sumir meina að hann sé jafnvel árgerð 1975. Þeir breyttu hallanum á glugganum þarna á milli ára,” segir Ingólfur en hann keypti jeppann um vorið 2015. ,,Ég fór þá til Keflavíkur með vini mínum til að skoða Hilux jeppa sem hann var að spá í að kaupa. Úr varð að ég sá þennan Willys jeppa í bílskúrnum hjá manninum sem við vorum að heimsækja. Þetta var raunar bara skúffa á grind. Ég fer að spyrja hann út í bílinn og hvað hann ætlaði að gera við hann. Úr spjallinu kom að hann hafði ætlað að gera hann upp, var búinn að taka hann allan í sundur og átti alla hlutina uppi á háalofti. Í léttu gríni spurði ég hann hvort hann vildi ekki selja mér bílinn. Hann tók því ekki illa og tveimur dögum síðar hringdi hann í mig og bauð mér jeppann á 300 þúsund krónur. Ég sló til og fór aftur til Keflavíkur með vini mínum og sóttum gripinn. Ég fékk með bílnum allt sem honum fylgdi. Bíllinn var raunar bara allur í pörtum,“ segir Ingólfur og brosir þegar hann hugsar til baka.

Mikil smíðavinna

Um haustið byrjaði Ingólfur á smíðinni. Eyrún var þá að vinna sem háseti á varðskipinu Tý og var í vinnuferðum í Miðjarðarhafi. Ingólfur segist því hafa haft mikinn tíma til að dunda sér í bílskúrnum við að smíða jeppann. „Ég byrjaði á grindinni og fjöðruninni. Skar í burtu blaðfjaðrinar og smíðaði undir bílinn gormafjöðrun að framan og aftan. Að framan notaðist ég við afturstífur undan Landcruiser 70, gorma undan Patrol og Ranhco 5000 dempara. Að aftan smíðaði ég „four link“ og notaði afturgorma úr Landcruiser 70 og Rancho 9000 dempara. Hásingarnar undir bílnum eru Dana 44 undan 1973 Wagoneer. Grindin var síðan ryðhreinsuð, grunnuð og máluð. Eftir þessa smíðavinnu tók ég allgóða pásu frá bílnum því við Eyrún fórum saman til útlanda í fimm mánuði. Um haustið 2016 byrjaði svo vinna aftur við jeppann. Þá tók við boddývinna, upprunalega skúffan af bílnum var ónýt af ryði og hafði fyrri eigandi hent henni og orðið sér út um aðra skúffu sem var lítið ryðguð. Sú skúffa var smíðuð hér á Íslandi af gömlu Grettis blikksmiðjunni. Húddið og frambrettin eru einnig íslensk smíði og eru úr plasti. Púsla þurfti húsinu og framstæðu við þessa skúffu ásmt því að laga svolít ið af ryði. Um vorið fékk ég síðan góðan vin minn til að sprauta bílinn í þessum fína bláa lit,“ segir Ingólfur.

Kasólétt að vinna í bílnum

Á þessum tíma var Eyrún komin langt á leið af fyrsta barni þeirra en hún lét það ekki aftra sér frá því að aðstoða kærastann í bílskúrnum. ,,Mér leiddist oft svo mikið yfir fjarveru hans. Hann var á fullu úti í bílskúr og ég kannski bara að hanga yfir sjónvarpinu þannig að ég fór þá bara út í skúr að hjálpa honum. Ég var komin 40 vikur á leið þegar ég var að setja framrúðuna í gluggastykkið og skrúfa það svo á jeppann auk þess sem ég var í alls konar aðstoð að halda við og svona,“ segir hún og brosir. Ingólfur segist hafa fengið góða hjálp frá félögum sínum í vinnu við jeppann. ,,Við settum vél úr Toyota Land Cruiser 60 í jeppann ásamt gírkassa og millikassa. Vélin er 4 lítra með túrbínu og millikæli og er skráð 140 hestöfl og 315Nm í tog, en við höfum skrúfað hana aðeins upp þannig að hún skilar töluvert meira en það og kemur þessum létta bíl vel áfram. Stólarnir í bílnum koma úr Toyota Camry og afturbekkurinn úr gömlum Wrangler sem ég átti. Mælaborðið og stýrið eru líklega einu orginal hlutirnir sem eftir eru af innréttingunni,“ segir hann.

Nánar er fjallað um málið í Bílum, sérblaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast eintak af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.