
Nýi Range Roverinn er einn fallegasti jeppi sem hefur verið smíðaður. Vb bílar hafa mikið fjallað um fjórðu kynslóðina sem frumsýnd var í haust. Meðal annars hefur blaðamaður reynsluekið gripnum, fjallað hefur verið um sögu Range Rover jeppans og fjórðu kynslóðina.
Hamann breytingarfyrirtækið frumsýndi sérstaka Barbie útgáfu af nýja Range Rovernum sem nefnist Mystere á bílasýningunni í Genf sem stendur til 17. mars.
VB bílar eru lítið fyrir stóryrði en það er ekki annað hægt að segja en þessi breyting á bílnum sé fullkomnlega misheppnuð og jeppinn sé forljótur.
Liturinn er ekki það versta né felgurnar, heldur breytingarnar á framstuðara, hliðum og afturenda eins og sjá má á myndunum.