*

Hitt og þetta 17. janúar 2013

„Látið ekki selja yður annað, biðjið um Formica“

Hið gamla góða Formica-merki fagnar hundrað ára afmæli á árinu.

Formica, efnið sem þolir sjóðandi vatn og lætur ekki mikið á sjá og þekktast er á eldhúsborðum hér á landi, fagnar aldarafmæli um þessar mundir. 

Efnið var fundið upp af verkfræðingum í Cincinnati í Bandaríkjunum árið 1913. Í upphafi var það aðallega notað í bílavarahluti. Efnið þótti ódýrt og kom sterkt inn á sjötta áratugnum sem eldhúsborð bandarískra heimila og var vinsælt að nota á borðum matsölustaða.  

Í dag hafa hönnuðir enduruppgötvað Formica og er efnið að finna í innréttingum á hipp og kúl heimilum dagsins í dag, að því er fram kemur á vefsíðunni Architecture and Design Blog

Stikkorð: tækni